Komin úr fríi en þó er fríið ekki alveg á enda!!!

Þá er maður snúin aftur til vinnu eftir tveggja vikna afslöppun og smá flakk í tvær vikur. Fríið hefur þó kannski tekið á sig annarskonar mynd þrátt fyrir að ég mæti í vinnu á þann hátt að nú hangi ég ein með sjálfri mér seinnipart og á kvöldin þar sem ég skildi fjölskylduna eftir hjá tengdó í Húsafelli fram að næstu helgi. Æ það er líka oft gaman og gott að vera einn með sjálfum sér stundum..þá notar maður líka oft tækifærið og hefur samband við vini og kíkir í bíó eða í heimsókn sem maður hefur einhvernvegin aldrei tíma fyrir. Ég fór að sjá Batman myndina í gær og fannst hún afbragðsgóð. Mjög spennandi, litræk, hávaðasöm og jafnvel örlítill "dass" af guðfræði í henni sem gerir hana náttlega bara ennþá betri :) Ég var nú ekki fyrr komin í vinnu fyrr en ég fór að skipuleggja veislu hér á Skógarbæ..en stefnt verður á Hawaii veislu á fimmtudagskvöldið með öllu tilheyrandi!!! Það verður án efa mikið stuð á bænum enda ekki annað að gera fyrir ungt fólk en að hafa svolítið gaman af lífinu í góðra vina hópi.  Ég hugsa nú að maður taki sólina á orðinu á morgun og skundi með hóp á kaffihús í miðbænum á morgun :) alltaf gaman í vinnunni!!!

Hvað ferðalög varðar þá fórum við fjölskyldan í útilegu í fyrsta skipti. Við enduðum semsagt inn í Hítardal á mýrum þar sem við tjölduðum tjaldvagninum og skunduðum út að Hítarvatni að veiða. Og haldiði að mín hafi ekki bara húkkað eins og þrjá fiska í vatninu. Það er yndislegt inn í Hítardal. Ég hef einu sinni komið þar áður þegar ég fór í hestaferð frá langavatni yfir í Löngufjörur og einhvernvegin verð ég aldrei svikin af landslaginu þarna. Ótrúlega stórbrotið og fallegt landslag og einhver einstök kyrrð. Þarna lágum við semsagt í tjaldinu með hestana við hliðina á okkur fyrstu nóttina, en við vorum svo heppin að þarna var staddur hópur í hestaferð sem gisti í gangnamannaskálanum líkt og ég forðum, og það var gaman að heyra söng þeirra renna inn í nóttina og hneggið í hrossunum við hliðina á okkur..þannig á þetta að vera. Förin endaði svo í Húsafelli um helgina þar sem ríkti mikil stemmning. mikið af fólki og rosalega gaman að fara á varðeldin og syngja og skemmta sér. Stelpurnar nutu þett í botn að vera þarna og er enn, lukkulegar með pabba sínum og fjölskyldu....svo hér sit ég ein og barnlaus og veit ekkert hvað ég á að gera við sjálfa mig...ætli ég skelli mér ekki bara út að skokka þegar ég kem heim..það er allavegana veðrið til þess!!

Af mér er því bara allt gott að frétta, sæl og kát..en sammála einum bloggvini mínum hér að mig er kannski líka farið að langa í haustið pínu lítið...þó maður sakni góðu veðráttunnar þá er rútínan alltaf svo ósköp góð... Ég ætla nú samt að njóta þess sem eftir er sumars og fara að læra fyrir próf líka svona smá a.m.k. þar sem það bíður mín eitt núna í ágúst.

Hafið það gott í sólinni:)


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Bjarna

sé að þú hefur verið á skemmtilegum slóðum..... ummmm gangnamannakofar og hestalykt..ég elska svoleiðis stemmingu

...gangi þér vel í próflestrinum

Guðný Bjarna, 30.7.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband