Smá stress!!!

Ég er semsagt að fara til Írlands á morgun... ALEIN!!!!   Maður á nú varla að vera að segja nokkrum manni frá þessu, en ég er semsagt alveg að verða 30 ára og er að fara í fyrsta sinn á ævinni að ferðast ein á milli landa og ég er með stóran hnút í maganum og er alveg viss um að villast á flugvellinum og missa af fluginu frá London til BelfastUndecided. Ég er semsagt að fara á EYCE ráðstefnu/námskeið sem ber yfirskriftina "Tearing down the walls" og mun umfjöllunarefnið snúa að leiðum til þess að ná tökum á ágreiningsmálum innan Evrópuríkja og hvernig kirkjan getur hvatt til sátta í slíkum aðstæðum. Nú efnið er áhugavert, en það sem flækist einkar mikið fyrir mér þessa dagana er að ég þarf að vera með örstutt erindi þar sem ég á að lýsa aðstæðunum í mínu landi og lýsa minni persónulegu neikvæðu reynslu og jákvæðum þáttum sem sem hafa tengst úrvinnslu þeirra átaka. Ég gjörsamlega stend á gati!! Ég man ekki eftir miklum átökum milli menningarhópa hérlendis, ekki þannig að það hafi þurft að grípa til sáttaumleitana a.m.k.! Allar ábendingar eru því vel þegnar!!!

Jiminn þetta er flókið mál!!!!    Nú ég á líka að kynna menningu lands og þjóðar og færa fólki íslenskan mat og drykk og skella á fóninn íslenskri tónlist og fleiru menningarlegu!!! Það aftur á móti flækist ekki fyrir mér og ég hlakka mikið til þess!!!!  

Þetta verður forvitnilegt.....enn meira forvitnilegt verður, með hverjum ég lendi í herbergiTounge. Gistingin er mjög fín og herbergin rýma þrjú rúm. Ég vona bara að ég lendi á herbergi með hressum skvísum, sem geta tjáð sig vel á ensku hahahahaha ég er ekki góð í öðrum tungumálum...nema dönsku...en hver er góður í dönsku hahahaha  Æ kannski verður þarna einhver frá Danmörku hver veit!!  

Þetta verður frábært!!!! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband