Frábær Írlandsferð!!

Irlandsferðin heppnaðist með afburðum vel og ég kom heim þreytt en sátt. Þarna kynntist ég fullt af góðu fólki allsstaðar af úr Evrópu og átt með þeim frábæran tíma sem ég mun aldrei gleyma. Ferðin var bæði erfið en líka skemmtileg. Ég þurfti mikið að skoða sjálfa mig og eigin skoðanir og líka að mæta skoðuum annarra sem voru kannski af öðrum meiði en mínar eigin, en það var ótrúlegt hvað enginn lét það trufla sig og við bundumst góðum vinaböndum öll sömul. Nú er ég ríkari manneskja á 25 nýja vini og er orðin háð facebook..hahaha sem ég hélt að myndi ekki koma fyrir mig...er eitthvað búin að vera að hnussa yfir þessu undanfarið en sé núna að það er bráðnauðsynlegt að vera með síðu þarna inniTounge. Corrymeela er einstakur staður, þarna ríkir einstæður friður og kyrrð með einstaklega friðsömum dýrum. ég eignaðist ekki bara vini af mannkyni heldur var þarna lítill rauðbrystingur sem varð mikill vinur minn og kom inn að heilsa upp á mig. Kanínurnar voru líka alveg sérstakar og hoppuðu þarna í kringum okkur. Fótboltinn sannaði sig líka sem sameiningartákn enn einu sinni. Ég náði að sannfæra strákana um að leyfa okkr stelpunum að spila með og þeir ætluðu ekki að trúa því hvað það var gaman. Ég átti að sjálfsögðu þrjú mörk og héld ég hafi verið markahæst það kvöldið...ótrúlega ánægð með mig.

Ég mæli með því fyrir þá sem fá tækifæri til að sækja þessa viðburði hjá EYCE að nýta sér tækifærið og fara. Þessu mun ég aldrei gleyma að minnsta kosti!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Bjarna

..sé að það hefur verið gaman hjá þér ...já facebook...hm.. maður hefur ekki við að fylgjast með nýjum tækifærum    á tækniöld

eigðu góðan dag mín kæra

Guðný Bjarna, 7.7.2008 kl. 08:40

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Gaman að lesa þetta......

Sunna Dóra Möller, 16.7.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband