Margt um að vera!!

 

Það er í nógu að snúast þessa dagana. Þlormóður og tvær af þremur systrum hans eru að útskrifast saman á laugardaginn kemur. Tvö þeirra frá HÍ og ein frá háskóla í Kaupmannahöfn. Það verður svaka veisla og fjör!! Það er svolítið maus að halda svona veislu, ég get allavegana ímyndað mér hvernig það er að halda brúðkaupsveislu....veit ekki alveg hvort ég ætla að legja í það bara!!! En maður þarf nú ekkert að hafa einhverja rosalega brúðkaupsveislu...litlar veislur eru líka bara huggulegar og oft betur hepnaðar. En ég er ekki alveg farin að pæla í því ennþá!!   

 Ástandið á kéllu hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarnar vkur og því er ég búin að þræla mér í alls yns rannsónir og vesen og var í gær í magaspeglun, sem var ansi súrrealísk upplifun....ég semsagt fékk vægast sagt góðan kokteil  af kæruleysislyfi og hreinlega man bara svona þrjú nokkurra sekúndna brot af þessari speglun...sem betur fer kannski....en ég get allavegana sagt að það tekur pottþétt sex tíma að renna af manni eftir svona lagaðShocking. Ég hlýddi víst mjög vel öllum fyrirmælum og gerði það sem mér var sagt að gera....en að ég muni eitthvað eftir því er bara af og frá. Ótrúlega skrítið. 

Rannsóknum er víst ekki lokið enn, en ég fer sem betur fer ekki í fleiri svona "fyllerís" rannóknirSick.

Ég ákvað bara að gera gott úr þessu og úr því að ég tók mér frí frá vinnu þá pantaði mín sér bara tíma í klippingu og smá dekur, og mér fannst ég virkilega eiga það skilið....passaði mig nú samt á því að panta tímann það seint að ég væri búin að sofa úr mér lyfiðSleeping.

Nú á ég bara eftir að gera mér ferð á laugarveginn og kaupa mér dress fyrir laugardaginn, enda ætla ég mér að verða megaskvísa þá.....ef það er ekki tækifæri núna......!!!

Plan kvöldsins: Ræktin og nuddpotturinn í Neslauginni!!!     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Farðu vel með þig mín kæra .....! Til hamingju með Laugardaginn og ég vona að þú finnir alveg glæsilegt dress !

Sunna Dóra Möller, 10.6.2008 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband