10.3.2008 | 13:32
Páskar
Svo virðist sem ég bloggi ekki nema það fari að nálgast hátíðir. Páskarnir eru á næsta leiti en ekkert bólar á vorinu. Mér sýnist sem svo að umhverfið úti ætli ekki að vera í stíl vil skrautið í stofunni þessa pákana þ.e. páskaliljur, túlipana, og brumandi birkigreinar og hvað þá skrautið sem mun príða greinarnar, litríkar páskakanínur með skóflu í hönd og tilbúnar til að takast á við að planta vorlaukunum..mér virðist sem það þyrfti eitthvert öflugra verkfærið við núna í frosthörkunni. En yndisleg er þó tilhugsunin um útsprungna vorlauka og bráðnandi snjóinn undir sólbjörtum himni. Nú eru páskarnir svo semma að það þýðir lítt að vonast eftir slíku strax. Maður verður bara að láta sér nægja þá vissu sem páskarnir bera með sér og birtist okkur nógu skjótt í náttúrunni þegar vorsins verður vart, upprisan og sigurinn. Vöknun úr dvala vetrarins.
Já það er spurning með þessa vöknun, ég held að mér væri það hagstæðast sjálfri að fara að vakna undan þessum vetri og fara að hespa af verkefni og ritgerðum. Mér væri það hollast að fara að tileinka mér stef upprisunnar og reyna að sigrast á þessum verkefnum, ég hlýt nú að geta það enda er hér ekki um að ræða slíka raun sem Kristur gekk í gegnum þó maður ímyndi sér það nú stundum.
Ætli ég bloggi þá ekki bara aftur á Hvítasunnunni, ég hef þá kannski eitthvað að segja um "gjöf Heilags anda", svona þar sem ég er nú skráð með það sem ritgerðarverkefni mitt í Postulasögunni þessa önnina. Já við sjáum hvað setur...við vonum að minnsta kosti að páskarnir hafi góð áhrif a mig og veiti mér innblástur og sigurvissu!
Sjáumst heil.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.