Jólaskap

 

Það er ekki laust við að maður sé kominn í smá jólaskap þrátt fyrir að prófin hangi yfir höfðinu á manni og endalaus verkefni. Það varð eitthvað svo yndislega jólalegt í gærmorgun þegar allt var orðið hvítt úti og léttar snjófliksur flugu eins og dúnn niður úr skýjunum... Allavega komst ég í nægilega mikið jólaskap til þess að ég tók fram jólaljósin og hengdi í stofugluggana hjá mér svo nú er orðið voða rómó í stofunni...verst að maður getur ekki notið þess að liggja í sófanum og hafa það kósí undir teppi....held ég yrði svolítið fljót að dotta yfir Tobin, Pedersen, Klauck og fleiri vinum á aðventunni þáSleeping.  það er eitt sem ég er að hugsa þessa dagana og það eru jólagjafir, jólaskór, jólamatur, jólaskraut.......spurning um að reyna að tapa sér ekki í jólaudirbúningnum og gleyma öllum friðnum sem maður á að finna á aðventunni, þessari ró í sálinni sem skapar alltaf bestu minninguna. Þegar ég hugsa til síðustu jóla þá man ég mest eftir jólunum sem ég fór á tónleika Páls Óskars og Móniku í Háteigskirkju. Ég ætla svo sannarelga að reyna að hugsa meira um allt það sem er í boði í kirkjum Reykjavíkur heldur en það sem er að gerast í Kringlunni og Smáralind. Ég ætla að reyna að versla allar jólagjafir í miðbænum og koma við í Dómkirkjunni á leiðinni heim, mér sýnist sem það verði full jóladagskrá þar sem á eftir að auðga allan jólaundirbúninginn.

bakstur með snillingunum dætrum mínum verður svo á dagskrá á aðventunni þegar tími er kominn á hvíld frá lestri, jólahlaðborð á Hótel Borg og vonandi verður veðrið okkur hliðhollt svo hægt verði að fara með dúllurnar í göngutúr í bæinn og fá sér súpu og heitt kakó og skoða jólaljósin á laugarveginum.  


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband