Komin úr fríi en þó er fríið ekki alveg á enda!!!

Þá er maður snúin aftur til vinnu eftir tveggja vikna afslöppun og smá flakk í tvær vikur. Fríið hefur þó kannski tekið á sig annarskonar mynd þrátt fyrir að ég mæti í vinnu á þann hátt að nú hangi ég ein með sjálfri mér seinnipart og á kvöldin þar sem ég skildi fjölskylduna eftir hjá tengdó í Húsafelli fram að næstu helgi. Æ það er líka oft gaman og gott að vera einn með sjálfum sér stundum..þá notar maður líka oft tækifærið og hefur samband við vini og kíkir í bíó eða í heimsókn sem maður hefur einhvernvegin aldrei tíma fyrir. Ég fór að sjá Batman myndina í gær og fannst hún afbragðsgóð. Mjög spennandi, litræk, hávaðasöm og jafnvel örlítill "dass" af guðfræði í henni sem gerir hana náttlega bara ennþá betri :) Ég var nú ekki fyrr komin í vinnu fyrr en ég fór að skipuleggja veislu hér á Skógarbæ..en stefnt verður á Hawaii veislu á fimmtudagskvöldið með öllu tilheyrandi!!! Það verður án efa mikið stuð á bænum enda ekki annað að gera fyrir ungt fólk en að hafa svolítið gaman af lífinu í góðra vina hópi.  Ég hugsa nú að maður taki sólina á orðinu á morgun og skundi með hóp á kaffihús í miðbænum á morgun :) alltaf gaman í vinnunni!!!

Hvað ferðalög varðar þá fórum við fjölskyldan í útilegu í fyrsta skipti. Við enduðum semsagt inn í Hítardal á mýrum þar sem við tjölduðum tjaldvagninum og skunduðum út að Hítarvatni að veiða. Og haldiði að mín hafi ekki bara húkkað eins og þrjá fiska í vatninu. Það er yndislegt inn í Hítardal. Ég hef einu sinni komið þar áður þegar ég fór í hestaferð frá langavatni yfir í Löngufjörur og einhvernvegin verð ég aldrei svikin af landslaginu þarna. Ótrúlega stórbrotið og fallegt landslag og einhver einstök kyrrð. Þarna lágum við semsagt í tjaldinu með hestana við hliðina á okkur fyrstu nóttina, en við vorum svo heppin að þarna var staddur hópur í hestaferð sem gisti í gangnamannaskálanum líkt og ég forðum, og það var gaman að heyra söng þeirra renna inn í nóttina og hneggið í hrossunum við hliðina á okkur..þannig á þetta að vera. Förin endaði svo í Húsafelli um helgina þar sem ríkti mikil stemmning. mikið af fólki og rosalega gaman að fara á varðeldin og syngja og skemmta sér. Stelpurnar nutu þett í botn að vera þarna og er enn, lukkulegar með pabba sínum og fjölskyldu....svo hér sit ég ein og barnlaus og veit ekkert hvað ég á að gera við sjálfa mig...ætli ég skelli mér ekki bara út að skokka þegar ég kem heim..það er allavegana veðrið til þess!!

Af mér er því bara allt gott að frétta, sæl og kát..en sammála einum bloggvini mínum hér að mig er kannski líka farið að langa í haustið pínu lítið...þó maður sakni góðu veðráttunnar þá er rútínan alltaf svo ósköp góð... Ég ætla nú samt að njóta þess sem eftir er sumars og fara að læra fyrir próf líka svona smá a.m.k. þar sem það bíður mín eitt núna í ágúst.

Hafið það gott í sólinni:)


Frábær Írlandsferð!!

Irlandsferðin heppnaðist með afburðum vel og ég kom heim þreytt en sátt. Þarna kynntist ég fullt af góðu fólki allsstaðar af úr Evrópu og átt með þeim frábæran tíma sem ég mun aldrei gleyma. Ferðin var bæði erfið en líka skemmtileg. Ég þurfti mikið að skoða sjálfa mig og eigin skoðanir og líka að mæta skoðuum annarra sem voru kannski af öðrum meiði en mínar eigin, en það var ótrúlegt hvað enginn lét það trufla sig og við bundumst góðum vinaböndum öll sömul. Nú er ég ríkari manneskja á 25 nýja vini og er orðin háð facebook..hahaha sem ég hélt að myndi ekki koma fyrir mig...er eitthvað búin að vera að hnussa yfir þessu undanfarið en sé núna að það er bráðnauðsynlegt að vera með síðu þarna inniTounge. Corrymeela er einstakur staður, þarna ríkir einstæður friður og kyrrð með einstaklega friðsömum dýrum. ég eignaðist ekki bara vini af mannkyni heldur var þarna lítill rauðbrystingur sem varð mikill vinur minn og kom inn að heilsa upp á mig. Kanínurnar voru líka alveg sérstakar og hoppuðu þarna í kringum okkur. Fótboltinn sannaði sig líka sem sameiningartákn enn einu sinni. Ég náði að sannfæra strákana um að leyfa okkr stelpunum að spila með og þeir ætluðu ekki að trúa því hvað það var gaman. Ég átti að sjálfsögðu þrjú mörk og héld ég hafi verið markahæst það kvöldið...ótrúlega ánægð með mig.

Ég mæli með því fyrir þá sem fá tækifæri til að sækja þessa viðburði hjá EYCE að nýta sér tækifærið og fara. Þessu mun ég aldrei gleyma að minnsta kosti!


Smá stress!!!

Ég er semsagt að fara til Írlands á morgun... ALEIN!!!!   Maður á nú varla að vera að segja nokkrum manni frá þessu, en ég er semsagt alveg að verða 30 ára og er að fara í fyrsta sinn á ævinni að ferðast ein á milli landa og ég er með stóran hnút í maganum og er alveg viss um að villast á flugvellinum og missa af fluginu frá London til BelfastUndecided. Ég er semsagt að fara á EYCE ráðstefnu/námskeið sem ber yfirskriftina "Tearing down the walls" og mun umfjöllunarefnið snúa að leiðum til þess að ná tökum á ágreiningsmálum innan Evrópuríkja og hvernig kirkjan getur hvatt til sátta í slíkum aðstæðum. Nú efnið er áhugavert, en það sem flækist einkar mikið fyrir mér þessa dagana er að ég þarf að vera með örstutt erindi þar sem ég á að lýsa aðstæðunum í mínu landi og lýsa minni persónulegu neikvæðu reynslu og jákvæðum þáttum sem sem hafa tengst úrvinnslu þeirra átaka. Ég gjörsamlega stend á gati!! Ég man ekki eftir miklum átökum milli menningarhópa hérlendis, ekki þannig að það hafi þurft að grípa til sáttaumleitana a.m.k.! Allar ábendingar eru því vel þegnar!!!

Jiminn þetta er flókið mál!!!!    Nú ég á líka að kynna menningu lands og þjóðar og færa fólki íslenskan mat og drykk og skella á fóninn íslenskri tónlist og fleiru menningarlegu!!! Það aftur á móti flækist ekki fyrir mér og ég hlakka mikið til þess!!!!  

Þetta verður forvitnilegt.....enn meira forvitnilegt verður, með hverjum ég lendi í herbergiTounge. Gistingin er mjög fín og herbergin rýma þrjú rúm. Ég vona bara að ég lendi á herbergi með hressum skvísum, sem geta tjáð sig vel á ensku hahahahaha ég er ekki góð í öðrum tungumálum...nema dönsku...en hver er góður í dönsku hahahaha  Æ kannski verður þarna einhver frá Danmörku hver veit!!  

Þetta verður frábært!!!! 

 


Margt um að vera!!

 

Það er í nógu að snúast þessa dagana. Þlormóður og tvær af þremur systrum hans eru að útskrifast saman á laugardaginn kemur. Tvö þeirra frá HÍ og ein frá háskóla í Kaupmannahöfn. Það verður svaka veisla og fjör!! Það er svolítið maus að halda svona veislu, ég get allavegana ímyndað mér hvernig það er að halda brúðkaupsveislu....veit ekki alveg hvort ég ætla að legja í það bara!!! En maður þarf nú ekkert að hafa einhverja rosalega brúðkaupsveislu...litlar veislur eru líka bara huggulegar og oft betur hepnaðar. En ég er ekki alveg farin að pæla í því ennþá!!   

 Ástandið á kéllu hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarnar vkur og því er ég búin að þræla mér í alls yns rannsónir og vesen og var í gær í magaspeglun, sem var ansi súrrealísk upplifun....ég semsagt fékk vægast sagt góðan kokteil  af kæruleysislyfi og hreinlega man bara svona þrjú nokkurra sekúndna brot af þessari speglun...sem betur fer kannski....en ég get allavegana sagt að það tekur pottþétt sex tíma að renna af manni eftir svona lagaðShocking. Ég hlýddi víst mjög vel öllum fyrirmælum og gerði það sem mér var sagt að gera....en að ég muni eitthvað eftir því er bara af og frá. Ótrúlega skrítið. 

Rannsóknum er víst ekki lokið enn, en ég fer sem betur fer ekki í fleiri svona "fyllerís" rannóknirSick.

Ég ákvað bara að gera gott úr þessu og úr því að ég tók mér frí frá vinnu þá pantaði mín sér bara tíma í klippingu og smá dekur, og mér fannst ég virkilega eiga það skilið....passaði mig nú samt á því að panta tímann það seint að ég væri búin að sofa úr mér lyfiðSleeping.

Nú á ég bara eftir að gera mér ferð á laugarveginn og kaupa mér dress fyrir laugardaginn, enda ætla ég mér að verða megaskvísa þá.....ef það er ekki tækifæri núna......!!!

Plan kvöldsins: Ræktin og nuddpotturinn í Neslauginni!!!     


Þrif og rok!!

 

Æ hvað er eitthvað haustlegt hljóð úti núna, samt er sól og frekar heitt úti þannig að ég botna bara ekkert í þessu. Það er allavegana sól og það skiptir öllu. Nú erum við heima saman ég og litla snúllan mín sem er að verða svo stór að hún er að skipta um leikskóla. Hún er að byrja á leikskóla stóru systur og finnst það nú ekki leiðinlegt og ekki stóru systurinni heldur. Samr er alltaf ákveðinn aðlögunartími sem þarf að fara í gegnum þannig að hún var til hádegis í dag og við því að snúllast saman heima. Hér hefur líka margt legið á hakanum undanfarnar vikur og ágætt að ná því upp...tiltekt í fataskápum..geymslu og endalaus þvottur sem ég skil ekki hvaðan kom því að skáparnir eru fullir af fötum líka!! Kannski ábending um að fara að henda gömlum fötum eða hætta að kaupa sér nýHalo ..veit ekki alveg!!!   Ef ég hefði ekki nælt mér í ainhverja leiðindaflensu þá væri ég nú ekkert að brasa við þetta í góða veðrinu..en svona er þetta stundum. 

Er að hugsa um að leifa þessu húsmæðrahlutverki að ná hápunkti sínum núna á eftir og baka sjónvarpsköku og pönnukökur með kaffinu....sérstaklega þar sem ég var að fá mér nýja kaffivél! Maður verður nú að skapa vígslu hennar sérstaka veisluWink

Eiríkur Vernharðsson færði mér að gjöf ljóðabók sem hann lét prenta út og ber heitið "Athyglisvert" og það má með sanni segja að efni bókarinnar sé athyglisvert og ég mæli með því að fólk reyni að nálgast þessa bók og lesa ljóðin hans því þau eru einstök. Ég læt hér eitt fylgja:

Blóm.

Lítið blóm í hjarta mínu

þarf litla vökvun

og skín kærleika á allt og alla

Líka til mín

Þetta blóm þarf að fóðra og næra

Maður hellir yfir sig ljósi lífsins

og færir kærleikann inn í hjarta sitt

að blóminu

og það eflist og styrkist

Þetta hef ég að gefa

fegurð blómsins.  


Helgin

Jæja þá er komið að því að blogga svoítið. Fyrir hverja veit ég nú ekki þar sem ég hef eiginlega ekki sagt neinum frá þessu blessaða bloggi mínu...en ég geri það kannski bráðum....kanski er líka bara gott að blogga fyrir sjálfan sig???  

 Helgin var annars skemmtileg. Í Víðidalnum fór fram gæðingamót Fáks og við fjölskyldan mættum galvösk á svæðið og hirtum eins og nokkra bikaraWink, sem var nú ekkert leiðinlegt. Auður Rós var prúðbúin sem þyrnirós í pollaflokki og fékk að verðlaunum bikar og flottann sumarglaðning að gjöf. Þær voru flottar stöllurnar hún og Gyðja frá Kaðalstöðum. Gyðja lét sér ekki nægja að keppa í pollaflokki heldur þeysti hún líka um völlinn í barnaflokki og tryggði sér þátttöku á landsmótinu í sumar. Andrea litla systir fær að vera knapi hennar þar, þær verða flottar skvísurnar. Sif systir vann líka bikar á honum Hring sínum. Þau voru glæsileg á vellinum, veðrið var þó heldur dræmt, ég hélt það væri komið sumar en það líktist frekar hausti í gær. Hárið og augun báru þess merki í gærkvöldi, því þegar ég kom eim og liet í spegil þá stóðu lokkarnir upp í loftið samanherptir af drullu og augun bólgin af sandryki....já kannski ekki alveg ballfæ þannigBlush

Litla skvísan mín knúsaði bikarinn sinn áður en hún fór að sofa og sofnaði með bros á vörGrin.

 

Jæja þetta er smá flýtiblogg er að drífa mig í matarboð.....einkennileg færsla þetta hahahahaha 


Júróbandið rokkar!!!!

 

Vá þetta var geggjað!!!! Ekki laust við að maður hafi roðnað af þjóðarstolti í kvöld BlushW00t  Þau áttu þetta virkilega skilið, þau stóðu sig frábærlega og voru rosalega flott á sviðinu!!  Flottir búningar þetta árið...það skemmdi ekki fyrir...!!!   Hefur ekki afsökunin undanfarin ár einmitt verið sú að við höfum ekki komist upp vegna hallærislegra búninga?????  

 

Þetta var frábært nú getur maður fylgst af með áhuga á laugardaginnSmile


Vinna framundan!

Jæja kæru vinir, þá er hvítasunnan löngu liðin og ekkert blogg! Ég verð nú eiginlega bara að viðurkenna það að ástæðan er sennilegast "örmögnun" eftir prófatörn og ritgerðin um gjöf heilags anda tók þar mest á þannig að ég held ég salti frásögn af afrakstri ritgerðarinnarShocking. Þótt prófin séu á enda þá hef ég ekki slegið slöku við í náminu, því að núna í dag lauk fjögurra daga námskeiði á Biskupsstofu sem tilheyrir starfsnámi prest-og djáknanema. Námskeiðið var gott og gangnlegt, og samferðarmennirnir frábærir. Á morgun tekur síðan við "ærsl og fjör" á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ!!! Ég hlakka bara til hreinlega. Ég hef svolítið einbeitt mér að yngri kynslóðunum undanfarið og var hreinlega farin að sakna eldri kynslóðarinnar. Góð stund í þeirra félagsskap skilur mann alltaf eftir fróðari um lífið og tilveruna. Þau eru búin að feta þann veg sem maður sjálfur er að feta, búin að ganga í gegnum allt það sem manni sjálfum virðist svo yfirþyrmandi á stundum og stendur ósköp bláeygur gagnvart. Þá er svo gott að hlusta og þiggja góð ráð þó auðvitað hver spili eftir sínu höfði. Við erum víst ekki að finna upp hjólið alltaf og ótrúlegt hvað við eigum sammerkt í lífsins göngu, og það er svo mikilvægt að fá tækifæri til þess að miðla sinni reynslu og vita að hún getur gagnast og nýst öðrum.

Sumarið leggst vel í mig. Ég  ætla að  ferðast aðeins út fyrir  landsteinana og kíkja á ráðstefnu  EYCE (Ecumenical Youth Counsil in Europe) á N-Írlandi í júní. Ráðstefnan ber yfirskriftina "Tearing down the walls" og fjallar um möguleika kirkjunnar á að koma inn í sáttarumleitanir í stríðum, og mikilvægi skjótra sátta í slíkum aðstæðum. Þetta verður skemmtilegt. Svolítið skrítið að fara ein, en á móti kemur að þá kynnist maður hinum betur, sem er auðvitað tilgangur ferðarinnar líka! Ég á að mæta með íslenska fánann og sýnishorn af íslenskum mat og klæðnaði. Ætli maður grípi ekki með sér eins og nokkrar skyrdósir og harðfisk. Ég smeygi mér svo kannski í ullarpeysu, hver veit!!

 Þannig að það er fimm daga húsmæðraorlof á döfinniWizard

 Ég ætla að láta hér fylgja eitt ljóð eftir hana Huldu sem er svo lýsandi um það sem ég sagði hér áðan um lífsleiðina.

 

Æska.

 

Æskan á vorljetta vængi,

víðförla drauma,

lífsgleði, löngun og harma,

sem líða með blænum;

vilja, sem vaggast á bárum,

vonar og ótta,

tár, sem að tindra og þorna

við trúarskin hjartans.

 

Vegirnir liggja svo víða;

hún velur þann efsta,

greiðfæru götunni hafnar,

hin grýtta er hærri.

Straumarnir stefna að hafi,

stormarnir bera

fleyið á ókyrrum örmum

unz áttin er fundin.

 

Ljósblik og skuggar um lífið

líða og hverfa,

þar til að æskunnar eldur

í elliblæ kulnar.

Þið, sem að fylgt hafið fyrri

til fjallanna bláu,

vitið, hve vandhitt er gatan,

hin villta ei dæmið. 


Blíðan!!

 

Það er "bara" gott veður útiGrin Þetta er æðislegt. Rendar kannski ekki eins æðislegt að vera svo fastur inni í ritgerðarsmíðum...en ég leyfði mér nú samt allavegana að labba út á bókhlöðu til þess að ná mér í frekari heimildir fyrir ritgerðina mína...kannki verð ég bara "hel tönnuð" í kvöld hver veitCool Æ kannski fullbjartsýnt. Sólin hleypir samt í mann ótrúlegri orku og ég er viss um að árangur ritgerðasmíðana verður betri fyrir vikið.

 

haldaáframhaldaáframhaldaáfram.......    Ekki gleyma sér á netinu!!!!!    


Loksins Sumar!!!

 

Gleðilegt sumar!! 

Mér sýnist ég hafa verið full svartsýn hérna í síðustu færslu þegar ég taldi enga von vera fyrir komu vorsins. Ég tek öll mín orð til baka og er nú á leiðinni í Blómaval að kaupa mér lauka og gróðursetningarskóflu! Það varð víst allt í stíl þessa páskana og það er yndislegt!!! Yndisleg þessi birta sem blossar upp innra með manni og fær mann til að átta sig á þungleika vetrarins. Þá finnur maður hvað lífið er þakkarvert og mikil gjöf. Hljóðin í umhverfinu eru orðin önnur og það heyrast einhver kunnuleg hljóð sem hafa verið frosin í vetrinum og þessi hljómur vekur með manni eftirvæntingu eftir upprisu náttúrunnar, lyktar af brumi og blómum, hvin í laufi og hlýja vinda. Ís og kámugar hendur á litlum krílum, gúmmílykt af sundkútum og söndugar tær. Í stað stjarnanna birtist okkur sólin sem umvefur okkur hlýjum geislum sínum. Sumarið er yndislegur tími.

 Ýmislegt hefur gerst undanfarið í "pólitíkinni". Félag guðfræðinema státar af glæstum formanni þetta árið, eins og svo mörg ár á undan. Ég er kannski sérstaklega stolt af þessum formanni þar sem hann er frændi minn, svona sérlega glæsilegur eins og gengur og gerist í fjölskyldunni náttúrulega og hreint út sagt vel gefinn með endemumWink. Mér líst vel á komandi vetur með hann við stjórnvölinn og ég veit að það gera fleiri. Ég fékk svo líka kosningu inn í stjórn ÆSKR til næstu tveggja ára. Ég hlakka mikið til að komast í kynni við þeirra störf og fá að vera ein af ráðinu. Þarna er glæsilegt og gott fólk á ferð. Í sumar ætla ég svo að vera í skemmtanastjórn á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Það verður enn ein reynslan í bankann og ég hlakka til að fá að spreyta mig á þeim vettvangi. Alltaf gaman að vinna eitthvað svona "lifandi" starf, sem er svolítið öfugt við það sem stefnan var sett á í vor...en kannski breytist það eitthvað næsta sumar, hver veit!!  Ég er að hugsa um að einbeita mér líka svolítið að guðfræðinni áfram í sumar og æfa mig að skrifa miningarræður og hugleiðingar. Hver veit nema einhver fái að njóta afrakstusins á komandi vetri það kemur í ljós. 

 

Litla kéllingin mín hún Auður Rós varð fimm ára síðasta laugardagWizard. Búin að hlakka til þess síðustu tvö árin. Nú er hún loksins orðin fimm!!  En hin er ennþá bara eins árs, en er eins og fimm manns, þannig að það vegur á móti!

 

Þormóður er búinn að skila af sér meistaraprófsritgerðinni sinni. hann er því að ljúka sinni fimm ára háskólagöngu. Það er ekki laust við öfund hérna megin og frekar erfitt að sitja og skrifa ritgerð og læra fyrir próf. En það sem er jákvætt er að þá fá stelpurnar að njóta pabba síns á próftímanum sem er bara gott mál!.

 

Ég þakka þér Guð fyrir allt sem ég á.

ég þakka þér fyrir lífið sem þú hefur gefið mér og litlu lífin sem þú veittir okkur,

gleðigjafana og prakkarana yndislegu. 

ég þakka þér fyrir hverja þá árstíð sem þú hefur gefið mér að fá að upplifa og njóta,

og fyrir hverja þá árstíð sem nú liðin er.

Vaktu yfir mér, börnum mínum, unnusta, fjölskyldu, tengdafjölskyldu og vinum.

Vertu með okkur á gleðistundum og vertu okkur styrkur á þeim erfiðu. Blessaðu heimili mitt og

vaktu yfir kirkju þinni og leiddu hana í öllu hennar starfi.

Gefðu að við minnumst þeirrar gjafar sem þú hefur gefið okkur og virðum það líf sem þú hefur veitt

okkur.

Þess bið ég í Jesú nafni.

Amen.  


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband