4.6.2008 | 14:46
Þrif og rok!!
Æ hvað er eitthvað haustlegt hljóð úti núna, samt er sól og frekar heitt úti þannig að ég botna bara ekkert í þessu. Það er allavegana sól og það skiptir öllu. Nú erum við heima saman ég og litla snúllan mín sem er að verða svo stór að hún er að skipta um leikskóla. Hún er að byrja á leikskóla stóru systur og finnst það nú ekki leiðinlegt og ekki stóru systurinni heldur. Samr er alltaf ákveðinn aðlögunartími sem þarf að fara í gegnum þannig að hún var til hádegis í dag og við því að snúllast saman heima. Hér hefur líka margt legið á hakanum undanfarnar vikur og ágætt að ná því upp...tiltekt í fataskápum..geymslu og endalaus þvottur sem ég skil ekki hvaðan kom því að skáparnir eru fullir af fötum líka!! Kannski ábending um að fara að henda gömlum fötum eða hætta að kaupa sér ný ..veit ekki alveg!!! Ef ég hefði ekki nælt mér í ainhverja leiðindaflensu þá væri ég nú ekkert að brasa við þetta í góða veðrinu..en svona er þetta stundum.
Er að hugsa um að leifa þessu húsmæðrahlutverki að ná hápunkti sínum núna á eftir og baka sjónvarpsköku og pönnukökur með kaffinu....sérstaklega þar sem ég var að fá mér nýja kaffivél! Maður verður nú að skapa vígslu hennar sérstaka veislu
Eiríkur Vernharðsson færði mér að gjöf ljóðabók sem hann lét prenta út og ber heitið "Athyglisvert" og það má með sanni segja að efni bókarinnar sé athyglisvert og ég mæli með því að fólk reyni að nálgast þessa bók og lesa ljóðin hans því þau eru einstök. Ég læt hér eitt fylgja:
Blóm.
Lítið blóm í hjarta mínu
þarf litla vökvun
og skín kærleika á allt og alla
Líka til mín
Þetta blóm þarf að fóðra og næra
Maður hellir yfir sig ljósi lífsins
og færir kærleikann inn í hjarta sitt
að blóminu
og það eflist og styrkist
Þetta hef ég að gefa
fegurð blómsins.
Athugasemdir
Svona á að gera þetta: Henda öllu gömlu og næstum því gömlu og kaupa ný ! Ekki hætta að kaupa ný og vera í gömlu....það er alveg galið sjáðu til !
Fallegt ljóð !
Sunna Dóra Möller, 4.6.2008 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.