2.6.2008 | 18:25
Helgin
Jæja þá er komið að því að blogga svoítið. Fyrir hverja veit ég nú ekki þar sem ég hef eiginlega ekki sagt neinum frá þessu blessaða bloggi mínu...en ég geri það kannski bráðum....kanski er líka bara gott að blogga fyrir sjálfan sig???
Helgin var annars skemmtileg. Í Víðidalnum fór fram gæðingamót Fáks og við fjölskyldan mættum galvösk á svæðið og hirtum eins og nokkra bikara, sem var nú ekkert leiðinlegt. Auður Rós var prúðbúin sem þyrnirós í pollaflokki og fékk að verðlaunum bikar og flottann sumarglaðning að gjöf. Þær voru flottar stöllurnar hún og Gyðja frá Kaðalstöðum. Gyðja lét sér ekki nægja að keppa í pollaflokki heldur þeysti hún líka um völlinn í barnaflokki og tryggði sér þátttöku á landsmótinu í sumar. Andrea litla systir fær að vera knapi hennar þar, þær verða flottar skvísurnar. Sif systir vann líka bikar á honum Hring sínum. Þau voru glæsileg á vellinum, veðrið var þó heldur dræmt, ég hélt það væri komið sumar en það líktist frekar hausti í gær. Hárið og augun báru þess merki í gærkvöldi, því þegar ég kom eim og liet í spegil þá stóðu lokkarnir upp í loftið samanherptir af drullu og augun bólgin af sandryki....já kannski ekki alveg ballfæ þannig.
Litla skvísan mín knúsaði bikarinn sinn áður en hún fór að sofa og sofnaði með bros á vör.
Jæja þetta er smá flýtiblogg er að drífa mig í matarboð.....einkennileg færsla þetta hahahahaha
Athugasemdir
Ég les þetta blogg alveg í hvert sinn sem færsla kemur inn ! Til hamingju með stelpuna þína
Sunna Dóra Möller, 2.6.2008 kl. 19:23
Takk fyrir það Sunna! Sömuleiðis hér, ég athuga reglulega hvort ekki sé komin ný færsla frá þér....sérstaklega núna þar sem þú ert að grúska í mínu áhugamáli líka innan guðfræðinnar....kvennarýnina...ekki leiðinleg lesning það!!
Erla (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 20:35
...ég elska hestamót og til hamingju með litla bikar-snillinginn
Guðný Bjarna, 2.6.2008 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.